Teikningarnar
sem Margrét sýnir í Suðsuðvestur
voru dregnar upp á meðan á
vinnustofudvöl hennar stóð
í Laurenz Haus Stiftung í Basel
í Sviss veturinn 2010 - 2011. Margrét
hefur útbúið sérstaka
umgjörð um teikningarnar sem eru
allar í sömu stærð,
eins konar hulstur, og er hverri teikningu
rennt inn um rifu á kantinum á
gegnsæjum kassa. Hver teikning verður
þannig að þrívíðum
hlut sem er ýmist stillt upp á
gólfi eða hengdur á vegg.
Með nafnagiftinni, Slíður,
má lesa framsetninguna sem svo að
Margrét hafi slíðrað
verkin um sinn, að þau séu
í hvíld að loknum átökum.
Teikningarnar spruttu allar af ákveðnum
fyrirmyndum en þær eru sjaldnast
sýnilegar í heild sinni og uppdrátturinn
í raun aðeins brotakennd kortlagning
af umhverfinu. Þær vega salt í
togstreitu á milli umhverfisins og
sjálfs sín og eru nú
slíðraðar í nokkurs
konar vopnahléi. Þótt
Margrét kunni í heiti sýningarinnar
að gefa til kynna átök listarinnar
við að fanga umhverfi sitt vísar
hugtakið slíður einnig til
hvíldar og verndar enda notað um
himnu sem hjúpar nýgræðing.
Teikningarnar eru unnar af varfærni
og alúð og veitir ekki af skjóli
í umgjörð sýningarkassanna.
Í
sýningarskrá segir Margrét
H. Blöndal um eigin verk:
Viðtal
við Margréti (Youtube)
