|
Hvað ertu að teikna?
Það sem er um kring.
Hvers vegna?
Til að mega koma við það.
Og slíðra það?
Jamm…..
Hvað eru þá slíður?
Borðstokksbrún, hulstur eggvopna, himnukennd
blöð,
svefnpokar, vera má vörn.
Hvar eru miðin?
Þar sem báturinn sker vatnsflötinn og
þar sem báturinn steytir á.
Bíðurðu bara eftir að rekast á?
Nei, ég fer einnig til veiða og stundum leggst
bráðin yfir mig.
Bráðin?
Já, sólbráð, snjóbráð,
sykurbráð í lengdogbráð
smjör - .
Næringin til að stefna áleiðis.
Fjögur kerti og segl.
Og svona dagur. Ég veit ekki hvar hann er. Snú.
Satt best að segja gleymast fyrirmyndirnar fljótt
því augun eru á
höttunum, síkvik.
Eitthvað að lokum?
Það væri þá helst þetta
með friðinn og hversu lengi hann varir áður
en sverðið er dregið úr.
Til baka |
|
|