VIÐTAL INGÓLFS ARNARSSONAR VIÐ
HUGINN ÞÓR ARASON
FYRIR MÉR ERU FÖTIN ÁKVEÐIÐ FRAMHALD
AF SÝNINGU MINNI Í GALLERI DVERG ÁRIÐ 2003. ÞAR SÝNDI ÉG
M.A. ÚTKLIPPT MÁLVERK. FORMRÍK MÁLVERK SEM HÖFÐU VERIÐ AÐ SAFNAST UPP
OG ÉG VISSI ALDREI HVAÐ ÉG ÁTTI ALMENNILEGA AÐ GERA VIÐ.
ÉG LÍT Á ÞETTA FATAVERK SEM HREINT
MÁLVERK. EN EINNIG HEF ÉG MJÖG MIKIÐ VERIÐ AÐ NOTA SJÁLFAN
MIG Í VERKUM MÍNUM.
ÉG FÓR AÐ VELJA MÉR FÖT SEM LÍKTUST
MÁLVERKUNUM MÍNUM. SJÓNRÆNT SÉÐ ERU ÞAU VANDLEGA VALIN. ÞEGAR ÉG KAUPI FÖT ÞÁ ER EIGINLEGA EINS OG ÉG SÉ AÐ VELJA LITATÚPUR.
FÖTIN SEM ÉG ER NÚNA AÐ KÓPERA
ERU ALLT FÖT SEM ÉG NOTA DAGLEGA. ÓMEÐVITAÐ VISSI ÉG AÐ MUNDI EINHVERN TÍMANN NOTA ÞAU Í MYNDLIST.
ÉG HEF NOTAÐ FÖTIN Í NOKKRUM GJÖRNINGATENGDUM VERKUM. ÉG BYRJAÐI Á AÐ NOTA RÖNDÓTTA BOLI. T.D.
Á SÝNINGU HRINGFERÐARHÓPSINS Í KETILHÚSI Á AKUREYRI 2001 OG Í VERKINU ÉG OG
VIÐ FRÁ 2003.
KÓPÍERUÐU FÖTIN
ERU EKKI AKKÚRAT. KÓPÍAN ER EKKI EINS OG ORGINALLINN. RÉTT SNIÐIN EÐA
Í RÉTTUM HLUTFÖLLUM O.S.FRV. RENDUR, ORÐ OG MYNDIR ERU EKKI ALGJÖRLEGA Á RÉTTUM
STAÐ OG SVO MÆTTI ÁFRAM TELJA. ÞAÐ ER ALLT SKAKKT VIÐ VERKIN. ÞAÐ SÉST GREINILEGA
AÐ ÞAU ERU HANDGERÐ OG MÁLUÐ. AUGLJÓSLEGA. VERKIÐ
SAMANSTENDUR AF EFTIRHERMUM EKKI SPEGLUNUM.
HÁRKOLLAN HEFUR HINSVEGAR AÐEINS
ÖÐRUVÍSI MERKINGU. HÚN ER ÚR MÍNU EIGIN HÁRI. LIFANDI HÁRI. HÁRIÐ ER AÐEINS
FJÆR DAUÐUM HLUTUM HELDUR EN FÖTIN.
MEÐ SJÓNRÆNUM HJÚPNUM MYNDAST
STERKARI TILFINNING FYRIR ÞVÍ SEM ER UNDIR YFIRBORÐINU.
ÉG ER MEÐ ÁKVEÐINN LITASKALA:
BJARTA OG SKÆRA LITI. BARNALEGA LITI. LÍKA SVOLÍTIÐ IÐNAÐARLEGIR OG AUGLÝSINGALEGIR.
LITIR SEM ERU NOTAÐIR TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á VÖRUM Í BORGARLANDSLAGI. ÞEIR
FANGA ATHYGLI.
ÉG TENGI ÞÁ VIÐ LITI SEM MINIMALISTARNIR
OG SÉRSTAKLEGA POPPLISTAMENN VORU AÐ NOTA. NÚTÍMALEGIR LITIR.
ÉG BLANDA HELST ALDREI LITI. FORÐAST
ÞAÐ. KAUPI FYRIRFRAM BLANDAÐA LITI. ÞÁ ER HÆGT AÐ NOTA STRAX.
ÉG GET EKKI NOTAÐ DÖKKA LITI OG
EKKERT SEM ER BÚIÐ AÐ BLANDA GRÁTT ÚTÍ. ÞÁ DEYR PARTUR AF LITNUM. HANN ÞYKKIST OG MAÐUR SÉR EKKI Í GEGNUM HANN.
ÉG VIL HAFA
LITI HREINA OG LÉTTA; ÞUNNA. ÉG VIL AÐ MAÐUR SJÁI
SMÁ Í GEGNUM ÞÁ. MÉR FINNST ÞYKKT ÓÞÆGILEGT. ÉG GET T.D. ALDREI VERIÐ
Í RÚLLUKRAGAPEYSU.
FYRIR MÉR ER FEGURÐ Í LÉTTLEIKANUM.
HANN ER HAMINGJUSAMUR. ÞAÐ VEKUR HAMINGJU AÐ VELJA
HREINAN, TILBÚINN LIT. GANGA BEINT INN Í HANN.
LITIR ERU TILBÚIN VERÖLD. FÖT
ERU ÞAÐ LÍKA, FÖTIN SEM MAÐUR KLÆÐIST. EINS HÁRIÐ Á MANNI;
HÁRGREIÐSLAN MANNS. ÞAÐ ER HIÐ SJÓNRÆNA YFIRBORÐ. ÞAÐ ER AÐ FINNA INNAN
ÞESSARAR VERALDAR.
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ BÚA ALLA ÞESSA
VERÖLD TIL FYRIR ÞIG. EINA SEM ER EFTIR ER AÐ VELJA ÚR.
ÞANNIG TENGIST ÞETTA VERK NÚTÍMASAMFÉLAGI. OG SVO
T.D. DÆMIS ÞVÍ AÐ SAMPLA. ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ LEGGJA GRUNNINN FYRIR ÞIG. SVO ER
MAÐUR MEÐ FULLT AF DÓTI SEM VERÐUR AÐ ENDURRAÐA; SNÚA VIÐ EÐA GREIÐA ÚR FLÆKJUNNI.
SVO BÚA TIL EITTHVAÐ NÝTT. EINS OG TÓNLISTARMENN
ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ GLEYMA
EKKI AÐ ÞESSI TILBÚNA VERÖLD, ÞETTA SJÓNRÆNA YFIRBORÐ SEM MAÐUR VELUR SÉR,
ER BÚIÐ TIL Á MJÖG KREATÍFAN HÁTT. PERSÓNULEGA VEL ÉG GLAÐVÆRA
HLUTI TIL AÐ VINNA ÚR.
UNDIRMEÐVITUNDIN VINNUR KANNSKI
Á ÞANN HÁTT AÐ HÚN GREIÐIR ÚR DÓTINU FYRIR ÞIG OG ÝTIR MANNI LÚMSKT AÐ ÚRVINNSLUNNI.
EÐA FREKAR SENDIR MANNI MYND AF HENNI. ÞEGAR ÞAÐ HEFUR GERST HERMIR MAÐUR EFTIR ÞESSARI MYND Í VERKI.
ÞAÐ GERI ÉG ALLTAF ALLAVEGA.
ÞESSAR SENDINGAR
ERU EKKERT MYSTÍSKAR EÐA DRAUMKENNDAR. HELDUR FREKAR ER MANNS EIGINN
HEIMUR Í SÍFELLDRI SKÖPUN EÐA ÞRÓUN.
SEM UNGLINGUR
VAR ÉG ALLTAF HRIFINN AF ABSTRAKT MÁLVERKUM. ÞAÐ
FANNST MÉR VERA MYNDLIST. ÞOLDI EKKI T.D. ANDY WARHOL.
SKYLDI ALDREI HVAD HANN VAR AD
SVIPAÐ GERÐIST MEÐ LITI. ÉG FÓR AÐ NOTA LITI SEM ÉG ÞOLDI EKKI.
ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ MEÐ ÞESSU VERKI
ER ÉG AÐ REYNA AÐ OPNA FYRIR NÝJA ÚRVINNSLUMÖGULEIKA Á ABSTRAKT MÁLVERKI.
Í RAUNINNI ER ÞESSI SÝNING FYRIR MÉR MJÖG KLASSÍSK.