Málaðar myndir af fólki

 

Með þessum titli er vísað til hefðbundins uppruna myndanna í portreit málverkum. Fyrirmyndirnar eru fólk úr nánasta umhverfi listamannsins. Fjölskyldan, vinir og annað fólk sem Sigríður hefur samskipti við. Hún vinnur úr hverju viðfangsefni til þrautar og málar hverja fyrirmynd hvað eftir annað til að ná fram ákveðnu ferli þar sem nánd viðfangsefnisins víkur smám saman fyrir yfirborðinu, þeim formum og litum sem  fyrirmyndin framkallaði. Við það opnast nýjar víddir og möguleikar í túlkun og framsetningu. Hver mynd leiðir til annarrar, hvert verk sprettur úr öðru. Með þessu móti losar listamaðurinn sig frá fyrirmyndinni og upp kemur spurningin hort verkið komist frá uppruna sínum, manneskjunni sjálfri.

 

Sigríður er fædd 1965. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Vinnustofa: Skipasundi 68, 104 Reykjavík

Sími: 5813858 / 6639894

Netfang: so@vortex.is