Úr sýningarskrá;

 

Núna stjórna Unnur og Andrea. Serge er úthýst. Fær ekki að koma inn. Þorir ekki. Ekki viss hvort hann megi það. Hann gægist, mænir. Gónir. Af öfund. Fylgir eins og skuggi. Blek. Svartur hundur. Svartur Serge. Ímyndaður aðdáandi. Impressjónin ein. Andrea og Unnur vilja láta horfa á sig. Nærast á dulinni athygli. Á því að halda að einhver fylgist með þeim. Ímyndunin örvar. Þráin. Hugsunin örvar. Hreyfir við þeim.

 

Þung lóðin reyna á, taka í. Vöðvar myndast, styrkjast. Mössun í gangi. Hreyfing á líkama og sál. Hleypir blóðinu af stað. Örmunum út. Heilinn eða hugsanir hans minna á kolkrabba. Spýtur bleki. Óróleg miðstöð. Þráin eru armarnir. Sífellt á iði. Armarnir eru keðjur. Hálsfestar. Skraut. Geta kyrkt mann. Fanga. Kolkrabbaheili. Kolkrabbi er einn massífur vöðvi. Vöðvaheili. Heilinn er hjartað. Tólið. Ólíkindatólið.