Kira Kira opnar sýninguna "Spilar út" 15.nóvember
Hann hættir aldrei að spila. Gamli skarfur.
Hann spilar út. Klappar saman lófunum, gerir að ganni sínu.
Er ekkert fyndið að vera dauður? Jú víst.
Það er bara alveg drep- andskoti fyndið.
Iljarnar eilíft sem saumaðar við fetlana, sjálfsögð framlenging af
skarfinum og eins og hann sjálfur, andar orgelið hrjúft.
Kanill í skegginu.
Á sýningunni er hljóðverk og 16 mm filma, en hún verður opin til 28. desember.
|