Inni í kuðungi einn díll VIII

 

 

Viðtal Margrétar H. Blöndal og Unnars Arnar Jónassonar við Ráðhildi Ingadóttur í maí 2008 vegna sýningarinnar “Inni í kuðungi einn díll VIII” í sýningarýminu Suðsuðvestur. (see below for interview in English with Radhildur Ingadottir )

Okkur langar til að spyrja um myndbandsverkið sem þú sýnir.  Í söngatriðunum hreyfist myndavélin alltaf í lárétta átt.  Þar gætir öryggiskenndar sem færir mann heim. Er það eitthvað sem þú kannast við?  Hvar er heima ?

Myndbandið byggir á draumi sem mig dreymdi síðastliðinn vetur. Ég man ekki nákvæmlega hvaða lög var verið að syngja í draumnum, en lagavalið og hvernig söngurinn er fluttur gefur tilfinninguna sem var í draumnum. Ég er ekki viss um hvar heima er en líklega er leitin að sjálfum sér leiðin heim. Sú ferð er ógnvekjandi og maður er einn. Ég held að tilfinningin sem ég upplifði í einum drauma minna þegar ég var barn lýsi þessari ferð ágætlega. Ég var stödd einhverstaðar úti í geimnum þar sem ég upplifði alheiminn. Ég var hrædd, en vildi um leið vera þarna. Það er ógnvekjandi að hugsa um geiminn sem heimili sitt, við skiljum hvorki  stærð hans né tíma. Söngurinn er eins og önnur menningarfyrirbæri, hann tengir mann við jarðlífið.  

Þú byggir veggi um leið og þú máir niður mörk, hvers vegna?

Veggurinn í Suðsuðvestur er uppleysanlegur. Hann er úr vaxi. Vaxið hefur  þann eiginleika að vera massi en á sama tíma efnisleysi. Það er einhvers staðar á milli þess að vera fast og fljótandi, það bráðnar og brennur auðveldlega. Ég byggi veggi, að ég held, til þess að skilgreina hvar ég er og hver ég er, og á sama tíma þarf ég að má út mörk til að halda ferðinni áfram. 

Í myndbandinu eru nokkur atriði sem kippa manni frá öryggiskenndinni í söngnum? Hvers vegna þarf þessa truflun? Af hverju megum við ekki bara njóta söngsins?            

Truflunin í draumnum er það ástand þegar veggurinn er uppleystur og maður horfist í augu við alheiminn.                                                            

Í verkum þínum koma fyrir mismunandi veraldarbirtingar.  Það er hægt að skipta þeim í óreiðu og kerfi, draumveruleika og raunveruleika eins og þú hefur bent á. Hvert leiðir söngurinn? Kemur söngurinn manni í einhvers konar ástand?                

Það er mikilvægt fyrir stemminguna í draumnum að þeir sem eru að syngja kunna hvorki lag né texta fullkomlega. Við það upplifir söngvarinn óreiðu og kerfi, massa og efnisleysi, draumveruleika og raunveruleika Það myndast rifa á milli heima.                                                                                                             

Er munur á undirmeðvitund og draumförum?  Eru draumfarir annað ástand?

Jung segir að draumar séu leið einstaklingsins til að vera í tengslum við undirvitundina. Og þar af leiðandi gera draumar það að verkum að maður getur orðið heil manneskja. 

Gilda einhver lögmál eða reglur í verkum þínum? Er geómetrían lögmál eða er hún leiðarstef?  Er endurtekningin þér hugleikin?

Geometrían og kosmólógian er mín leið til að ná utan um stórbrotnu alheimshugsunina. Þegar ég set upp sýningar byrja ég alltaf á að teikna geometrískar teikningar, hvort sem ég nota teikningarnar síðan í sýninguna eða ekki. Það er mín leið til að komast í það ástand sem að ég þarf að vera í þegar sýningarnar mínar verða til. Ég lít frekar á endurtekninguna sem fjölfeldi, eins og bréfin mín um lykkjuhreyfingu plánetanna, Geometrískar teikningar sem eru þrykktar á fatnað og fl. Með þesskonar fjölfeldi berast upplýsingar á einfaldan hátt til fólks, upplýsingar sem yfirleitt eru ekki hluti af daglegu lífi þess.  

Í Suðsuðvestur fær áhorfandinn tækifæri til að skoða sýninguna frá mismunandi sjónahornum.  Hann getur verið inni í henni þ.e. umlukinn henni en jafnframt staðið fyrir utan og horft inn. Segðu okkur frá gildi þess að hólfa niður heim.                                                Í Suðsuðvestur stígur maður inn í rými og er umlukinn tilfinningu úr draumnum. Þar sér maður og heyrir fólkið syngja. Vaxveggur skilur á milli rýmanna. Það er ekki  hægt að stíga inn í rýmið bak við vaxvegginn, en það er hægt að sjá örlítið í gegnum rifur á vaxinu. Einnig  er hægt að sjá inn í rýmið í gegnum gluggana bakvið húsið. Í þessu rými eru geometríuteikningar á pappír, kuðungar málaðir á vegg, lopapeysa, og myndlistarverk frá þremur góðum vinum mínum.  Allt þetta er tengt draumum mínum og undirvitund.  Blár  litur flæðir undir vaxið úr innra herberginu og tengir þannig rýmin saman. Þetta eru ekki aðskilin rými, maður bara upplifir þau ekki samtímis.  

Hvaða hlutverki gegnir tíminn í verkum þínum? Er hann samþjappaður á einhvern hátt? Þú notar stundum hluti í verk þín, við munum eftir notuðum skóm í Nýlistasafninu, vaxi í Kling og Bang, prjóni, klæðum o.fl. Hvaða eiginleikar skipta máli í efnisvali? 

Tíminn er mismunandi eða afstæður, allt eftir því hvar við erum stödd.  Tilfinningalega, huglægt eða líkamlega. T.d. er hægt að upplifa kuðung sem heilt kosmos. Hann ber í sér marga ólíka tíma, segir vaxtarsögu, veðurfarssögu og fleira. Sama gera skór, efni og flíkur. Munurinn á kuðungnum og því síðarnefnda er að kuðungurinn vísar til alls á meðan skórnir, efnið og flíkurnar vísa til þess persónulega. 

Botnaðu: 

Úti, göng, blástur, flakk, rok, áreiti, eining, umbreyting, erting

Inni, ljós og myrkur, sár, fjöll, berg, sárt, mild, upphaf, súrt. 

Viðtal Margrétar H. Blöndal við Ráðhildi Ingadóttur í mars 2005 vegna sýningarinnar “Inni í kuðungi einn dill VII” í Gallerí Kling og Bang.

Ráðhildur, hefur kuðungurinn snúið sér? Erum við komin inn í annan díl? 

Ég held ekki. Kuðungurinn er eins og alheimurinn, við upplifum mismunandi veruleika eftir því hvar við erum stödd í honum. Sama er með dílinn. Hann er í mörgum lögum og þar sem mismunandi atburðir eiga sér stað. 

Á fyrstu hæðinni er sérkennileg blanda af efnisleysi og massa. Gætirðu sagt okkur eitthvað um þessa tvo þætti, er nauðsynlegt að massinn sé úr vaxi eða mætti hann vera úr einhverju öðru?

Massi og efnisleysi er sami hluturinn, hvorugt er til án hins.  Massi er bara önnur mynd af efnisleysi og efnisleysi er önnur mynd af massa. Þessi innsetning er umhverfi úr draumi.  Það skiptir máli að vaxið hefur  þann eiginleika að geta auðveldlega orðið að hinni hliðinni á massanum þ.e. efnisleysinu. Það er einhvers staðar mitt á milli þess að vera fast og fljótandi, það bráðnar og brennur auðveldlega. Mér finnst það líka góð tilfinning að þessi innsetning verður ekki að drasli þegar hún verður tekin niður, þar sem vaxið er endurnýtanlegt.  Það er auðveldara fyrir mig að gera skúlptúra  eða innsetningar þegar ég veit að veröldin á ekki eftir að sitja uppi með eitthvað drasl eftir mig í framtíðinni. 

Annars vegar virðist þú hafa tilhneigingu til að leysa upp afmörkuð svæði eins og þau rými sem þú vinnur í og hins vegar ertu að búa til litla afmarkaða heima með myndbandsverkunum.  Segðu okkur eitthvað um þessa tvo þætti, þ.e. að draga saman og þenja út.

Þegar ég leysi upp rýmið með því að mála það eins og ég gerði  t.d í Nýlistasafninu í haust eða geri vax-innsetningu eins og ég er að gera tilraun með núna, upplifi ég  mig á öðrum stað í veruleikanum.

Þetta er eins og að komast inn í annað lag af dílnum, upplifa  veruleikann frá öðrum stað. Svolítið eins og þegar fólk fær bréfin frá mér um lykkjuhreyfingu plánetanna. Bréfin draga athygli þeirra út í geiminn. Sá sem fær bréfið er allt í einu kominn á annan stað í veruleikanum. Ég er ekki að búa til afmarkaðan heim með myndböndunum, ég er að fjalla um sama veruleika og í uppleysta rýminu, frá svolítið öðru sjónarhorni sem krefst annars miðils. 

Hvaða gildi hefur það fyrir sýninguna að hún skuli teygja anga sína inn í mismunandi herbergi?                                                                                              

Ég held að það ýti undir tilfinninguna um margræðan veruleika

Draumar eru eitt af því maður getur geymt í griðum eigin hugskota. Í þeim felast oft dulin boð um sálarlíf hvers og eins. Er þetta undirmeðvitund þín sem okkur er boðið til?  Ég veit það ekki. Draumarnir eru bara. Ég endursegi þá eins og ég man þá,  notast við þá tilfinningu sem þeir skilja eftir. Ég túlka ekki drauma mína.  Ég upplifi þá, þeir eru hluti tilveru minnar. Þeir hafa haft mikil áhrif á hvaða verkefni ég hef valið mér í myndlistinni i gegnum tíðina, þess vegna er ég að skoða þá. 

Hvernig velurðu draumana sem þú sýnir, á einhver ritskoðun sér stað? 

Það er ekki langt síðan ég  fór að vinna með drauma mína á þann máta sem ég er að gera núna. Ég þurfti að temja mér ný vinnubrögð svo að sumir af þeim draumum sem eru hér eru valdir út frá því hversu auðvelt var að framkvæma  þá.  Annars vel ég draumana eftir því hversu sterkt þeir lifa með mér inn í daginn.

Er kuðungurinn á stöðugri hreyfingu?

Allt er á stöðugri hreyfingu.

 

Viðtal Margrétar H. Blöndal við Ráðhildi Ingadóttur í nóvember 2004 vegna sýningarinnar “Inni í kuðungi einn díll VI” í Nýlistasafninu.

Ráðhildur,  geturðu sagt okkur eitthvað um titilinn Inni í kuðungi einn díll ?

“Inni í kuðungi, einn díll” er verkefni sem  ég  hef verið að vinna að undanfarin ár. Kuðungurinn getur staðið fyrir tíma, t.d milljón, þúsund, hundrað eða örfá jarðár. Þetta er eins og umgjörð um myndlist mína. Innan rammans getur hvað sem er gerst. 

Af hverju er kuðungurinn þér svona hugleikinn?  (Kæmu eyrarrós eða baggalútar til greina...)

Þegar ég held á kuðungi finnst mér ég halda á litlu kosmosi.

Ég upplifi tíma, vaxtarryþma, snúning jarðar, skipulag og óreiðu.

Eyrarrós kæmi til greina því hún hefur vísbendingar um þetta allt en hún staldrar stutt við og þess vegna get ég ekki haft hana hjá mér eins og kuðunginn. Baggalútur hefur þetta allt líka en hann sýnir það ekki eins skýrt og það fyrrnefnda. 

Hvaða hlutverki gegna draumarnir í myndlist þinni?

Þegar ég var búin að vinna að myndlist í þónokkur ár gerði ég mér grein fyrir því að draumar sem mig hafði dreymt löngu áður voru tengdir því sem ég var að fást við í myndlistinni. Ég ákvað að endurgera nokkra drauma í formi myndbanda til að skoða þá. 

Þú vísar gjarnan í drauma þína, eru þeir aðferð til að losna úr fjötrum þeirrar víddar sem er skilgreinanleg?

Ég veit það ekki, en ég veit bara að draumar mínir eru helmingur tilveru minnar. 

Verkin skiptast í einhvers konar kerfi annars vegar og hins vegar tímaleysi og óreiðu. Eru þetta órjúfanlegir þættir?

Já þetta er ein heild. Þegar maður upplifir tímaleysi og óreiðu er maður í raun að upplifa kerfi. Maður er bara staddur á öðrum stað. Td þegar við horfum út í geiminn upplifum við óreiðu og tímaleysi en ef við förum út fyrir vetrabrautina og horfum á hana utanfrá upplifum við kerfi þ.e spíral. 

Í myndbandinu samsamar áhorfandinn sig alheiminum,  eru þarna duldar athugasemdir um: 1. takmörkun okkar sem vitsmunaverur,  2. þá áráttu að vilja flokka allt og 3. tilhneiginguna til að vilja hafa fullkomna stjórn á öllu?

Ég veit það ekki, en eitt er víst að víð eigum erfitt með að treysta einhverju sem við skiljum ekki.

Þegar ég var tíu ára dreymdi mig að ég væri stödd úti geimnum. Ég sveif og horfði yfir alheiminn. Ég varð hrædd en á sama tíma fann ég til löngunar til að vera þarna áfram.

Í mörg ár á eftir sundlaði mig þegar ég hugsaði um þennan draum. 

Svimar þig ekki í öllum þessum víddum?  Hvar er haldreipið?

Stundum.

Myndlistin er haldreipið.

Inside a Cone Shell one dot VIII

1.  We would like to find out about the video work that you are showing. During the singing parts the camera always moves horizontally. There is a feeling of security there that brings one home. Is this something that you recognise? Where is home? (Questions asked by Margret H.Blöndal and Unnar Örn Jonasson)

The video piece is based on a dream I dreamt last winter. I don’t remember the exact songs that were being sung in the dream, but the choice of music and how the singing is performed expresses the atmosphere in the dream.

I am not sure where home is but probably the search for oneself is the way home. That journey is terrifying and one is all alone.

I think the feeling I experienced in one of the dreams I had as a child describes this journey very well.

I was at a place somewhere in outer space where I experienced the Universe. I was scared, but at the same time I wanted to stay out there. It is frightening to think of outer space as ones home, its size and time is unfathomable. Singing as well as other cultural expressions help to ground one to life on Earth.

2.  You build walls and erase boarders simultaneously, why?

The wall in SSV is soluble. It is made from wax. Wax has the quality of being able to create a mass but at the same time to be immaterial. It is somewhere between a material mass and liquid, it melts and burns easily. I build walls I believe in order to clarify where I am at, and who I am, and at the same time I need to erase borders so that I can continue the journey.

3. In the video piece there are a few scenes that pull one away from the sense of security expressed by the singing? Why is this disturbance necessary? Why not just let us enjoy the singing?

The disturbance in the dream-sequence is the condition   created when the wall disappears and one comes face to face with the Universe.

In your works we see the world at different stages the worlds that you show us can be categorized as chaos and systems, dream-reality and reality as you have pointed out. Where does the singing lead to? Does the singing bring one to an altered state of mind?

It is important for the atmosphere in the dream that those performing the song know neither the melody nor the lyrics completely. This causes the singers to experience chaos and systems, mass and a sense of immateriality, dream-reality and reality, the outer eternity and the eternity within. This creates a rift between worlds.

A) Is there a difference between the subconscious and dreams? Are dreams an altered state? How do you prepare yourself to reach an altered state of mind?

B) Do you lay down laws or create rules in your works? Is the use of geometry a law or a variation on a theme to bring you along? Is repetition important to you?

Jung writes that dreams are a way for the individual to be in touch with the subconscious. Leading on from that dreams can help a person to reach a sense of being whole.

The geometry and the cosmology is my way to get around and contain the thought of the immensity of the Universe.

When working on an exhibition I always use geometric drawing as a starting point, whether I later display the drawings at the exhibition is another matter. This is my way forward to reach a state of mind I need to be in when creating my exhibitions.

I see repetition more as copying, such as my letters about the loop movements of the planets, geometric drawings that are printed on clothes etc.

With that sort of copying, information is spread to people in a simple way, information that normally is not a part of people’s everyday life.

In  SSV the visitor gets an opportunity to see the exhibition from different viewpoints. He can be inside the space, that is surrounded by the exhibition but can also stand outside and look in. Tell us about the value of partitioning off a world?

In SSV one steps inside a space where one is surrounded by emotions recreated from dreams. There one sees and hears the people singing. A wall made of wax separates the spaces. It is not possible to step into the space behind the wall of wax, but it is possible to get a glimpse through gaps in the wall of wax.

Also it is possible to look into the space through a window on the back of the building. Inside this space there are some geometry drawings on paper on display, conchs are painted directly onto the wall a woolly jumper and artworks by three good friends of mine. All of these are connected to my dreams and subconscious. Blue colour flows underneath the wax from inside the inner space and thereby connects the two spaces. Those are not separated spaces; one is just not able to be fully conscious of both at the same time.

A)  What part does time play in your works? Is it somehow compressed?

B)  You sometimes use objects in your works, we can remember used shoes in the Living Art Museum, wax in Kling og Bang, knitting, clothes etc. What qualities are important to you in your choice of material?

Time is ever-changing or relative, depending on where we are at. Emotionally, intellectually and physically. For instance a conch carries within it a whole cosmos and can be experienced as such. From it can be read different time-spans, it tells a growth story the story of weather conditions and much more. The same can be said about shoes, textiles and clothes. The difference between the conch and the latter is that the conch refers to the universal, while the shoes the textiles and the clothes make references to the personal.

Complete those:

Outside, tunnel, blowing, roving, storm, harassment, unity, transformation, annoyance

Inside, light and darkness, hurt, mountains, rocks, mild, beginning, sour.