Sjálfhverfan sem viðfangsefni
 
Það er gömul saga og ný að sjálfið er drifkraftur í listsköpun. 
Snillingurinn ég! Það varð í vöggu vestrænnar menningar, hjá grikkjum. 
Það sprettur fram af alefli á tímum endurreisnarinnar á 15ndu öld. 
Hver er ég, hvað vil ég, á hvað horfi ég, hvað finn ég, hvað geri ég - ég sem get allt! 
Hvað er ekki mörg ljóð sem hefjast á orðinu „ég“? 
Á þá skáldið við sjálft sig eða er hann að þrengja sér inn í sál lesandans og sjálf 
listamannsins verður þitt eigið sjálf. Þar er ekki endilega alltaf fallegt um að litast. 
Þar er hégóminn, þar er öfundin, þar er afbrýðin. 
Sigrar hann sjálfan sig með æðri mætti eða sigrar sjálfið hann og skilur eftir blóðugan, 
reiðan og skilningslausan í eigin í vanmætti.
 
Snorri er sjálfhverfur, hann er með athyglisbrest, hann er andlega vakinn, hann horfir í spegil, 
hann horfir á unnendur sína, teiknar kómískar teikningar af þeim, hann rakar sig, 
hann málar, hann er með læknandi áhrifamátt, hann selur syndaaflausnir, 
hann burstar í sér tennurnar, hann liggur í tölvunni, hann er kóngurinn, 
hann er fíflið í hinni eilífu skrúðgöngu. Hann er Snorri Ásmundsson.
Á einhverjum stað erum við öll Snorri Ásmundsson - þar liggur snilldin!
 
goddur