BJARKI
BRAGASON
Á
MILLI B OG C
LETTERS
BETWEEN B AND C
24.09
- 23.10.11

Ljósmynd; Helgi Hjaltalín
Á
milli B og C (Letters Between B and C) er verkefni þar
sem samtal um tvö ólík söfn kemur fyrir.
Söfnin innihalda plöntusýni frá sitthvorum
tíma og stað, en titillinn vísar í
bréfaskriftir sem voru grunnur þess að annað
safnið varð að veruleika. Um sumarið 2009 í
janúar 2010 tók Bjarki sýni af öllum
plöntum og trjám í garði sem tilheyrði
látnum ættingja, en framtíð garðsins
var óákveðin. Söfnunin hafði í
fyrstu engan áþreifanlegan tilgang, var heldur
framkvæmd sem leið til þess að velta fyrir
sér ferli
söfnunar og minnis. Sumarplönturnar voru þurrkaðar
og frágengnar eftir hefðbundnum leiðum, en vetrarsýnin
geymd í kössum, þar sem þau voru óreiðukenndari,
en verkfæri til þeirrar sýnatöku gleymdust.
Hitt safnið myndaðist frá haustinu 2010 fram
til vorsins 2011, í gegnum bréfasamskipti Bjarka
við plöntufræðinginn Clyde, sem starfar við
arkíf plöntusafns á Hawaii. Safnið samanstendur
af brotnum leifum af plöntusýnum frá ýmsum
tímabilum, en plönturnar eiga það sameiginlegt
að vera útdauðar eða í
útrýmingarhættu. Clyde hafði að
ósk Bjarki farið í gegnum ómælt
magn sýna, og hrist þau lauslega og safnað,
með leyfi stjórnar safnsins, brotunum sem af féllu
og sent honum í bréfapósti.

Ljósmynd;
Helgi Hjaltalín
Í
verkum sínum fjallar Bjarki oft um samskipti, frásagnir
og söfnun. Sýningin Lokaorð og stuttar þýðingar
á byrjununum (2010) tók fyrir sögulegar frásagnir,
skáldaðar og raunverulegar. Í verkinu var
fjallað um meðvitund þriggja einstaklinga í
fyrrverandi nýlenduríkjum, þar á
meðal Íslandi. Verkið skoðaði frásagnir
þeirra út frá þeim punkti að viss
atvik í lífi þeirra væru táknmyndir
söguþróunar og pólitískra atburða.
Bjarki
útskrifaðist frá Listaháskóla
Íslands árið 2006, stundaði skiptinám
við Universität der Künste í Berlín,
og lauk meistaranámi frá California Institute
of the Arts (CalArts) í Los Angeles vorið 2010. Undanfarin
ár hefur Bjarki haldið þrjár einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga
hér á landi og erlendis.

